Balí kvatt í bili

Þetta er síðasti dagurinn okkar, í bili, á Balí.  Við höfum notið þessara daga mjög vel. Setið í sólinni, farið í göngutúra um nánasta umhverfi og borðað góðan mat. Við fórum í vatnagarðinn Waterbom í gær en skv. auglýsingum (verður maður ekki að trúa þeim ef ekki annað kemur fram) er hann sá besti í Asíu og 5. í röðinni á heimsvísu. Allavega er þetta stórskemmtilegur garður og krakkarnir sem eru ekki eru nýgræðingar á þessu sviði voru mjög ánægð og ætla að fara aftur í dag og nota síðustu klukkustundirnar áður en við förum héðan (í bili, skal endurtekið). Ekki fæ ég nóg af því að greina frá alúðleika innfæddra, kurteisi þeirra og jákvæðni. Þeir eru síbrosandi, yfirvegaðir og það geislar af þeim.  En nóg um það, í kvöld förum við sem sé til Melbourne, stutt stopp áður en við fljúgum til Christchurch á Nýja-Sjálandi. Hér eru svo nokkrar myndir. Waterbom 6Waterbom 5Waterbom 4IMG_0229IMG_0225IMG_0219


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband