Halló! Geir og Grani! Eruð þið þarna?

Mundir þú lána manni peninga sem ekki er hægt að treysta?  Er ekki ósköp eðlilegt að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn dragi lappirnar þar sem stjórn landsins vantar styrk og kraft.   Hún er rúin trausti þjóðarinnar.  Forsætisráðherra landsins neitar að víkja úr starfi flokksbróður sínum og vini, bankastjóra Seðlabankans, manni sem langmestur hluti þjóðarinnar þolir ekki og vill burtu.  Er hægt að treysta svoleiðis stjórnmálamönnum?  Mönnum sem koma af fjöllum þegar talað er um lán frá öðrum löndum, mönnum sem ekki virðast tala saman?  Er ekki bara ósköp eðlilegt að lánveitendur spyrji:  Viljið þið að við lánum ykkur peninga, ykkur sem sváfuð á verðinum meðan fjárglæframenn fóru ránshendi um bankana ykkar?  Er ekki eðlilegra að þið víkið og fáið einhverja sem við getum treyst til þess að stýra skútunni?  Halló!  Geir og félagar!  Heyrið þið ekki, þjóðin er búin að kalla á ykkur vikum saman en þið sitjið eins og límdir við stólana!.  Vaknið, gerið eitthvað! Hlustið að minnsta kosti!


mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Neeeei, til þess er hrokinn of mikill.  Þessir larfar fitja upp á greppitrýnin og gefa okkur langt nef, hvort sem þeir eru í sölum Alþingis eða í fjárglæfrabönkum og fyrirtækjum.  Þeir firra sig allri ábyrgð og trúa því í alvöru að ófarirnar sé í engu hægt að herma upp á þá.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband