Hver er ábyrgur? Skiptum um áhöfn.

 

Þessi umræða um Icesafe reikningana hefur öll farið í uppnám og klúður vegna orða formanns bankastjórnar Seðlabankans í fjölmiðlum.  Hefði hann haft vit á því að haga orðræðu sinni á þann hátt að það væri vilji Íslendinga að greiða eins og mikið og hægt væri til innistæðueigenda hvar í landi svo sem þeir væru, liti málið öðru vísi út.  Evrópuþjóðirnar þoldu ekki hrokann í DO:  "við ætlum ekki að borga......".  

Þeir Björgólfsfeðgar hafa líka sagt að það sé nóg af eignum í gamla Landsbankanum fyrir skuldum.  Hvar eru peningarnir?  Veit það einhver?  Kannski núverandi bankastjóri Nýja Landsbankans sem ætti að vera öllum hnútum kunnug, hún átti jú drjúgan þátt í klúðrinu, lánaði hún ekki peningana sem komu inn á Icesafe reikningana til gæluverkefna sem klúðruðust?  Ef einhver veit betur væri ég þakklátur fyrir að vera upplýstur. 

Davíð Oddsson, Elín bankastjóri Nýja Landsbankans eru enn við stjórnvölinn.  Sem og fleiri sem eru ábyrgir fyrir klúðrinu.  Hvergi í víðri veröld myndu stjórnunarhættir af þessu tagi líðast.  Við viljum skipta um áhöfn og höfum ítrekað  það oftar en einu sinni.  Eru menn að bíða eftir borgarastyrjöld?  Hún er ekki langt undan ef þetta fólk fer ekki frá, og það strax. 


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband