Ferđalag til Andfćtlingalands

Góđan dag gott fólk!

Ţegar Englendingar hófu innreiđ sína í Nýja Sjáland um miđja 19. öld var ţađ fyrst og fremst skortur á jarđnćđi og sögusagnir um ađ gull fyndist í jörđu sem rak ţá landsins. Margir höfđu erindi sem erfiđi, ađrir ekki. 

Ţađ var hins vegar ekki gullćđi sem olli ţví ađ viđ, fjölskyldan í Reynihlíđ, ákváđum ađ leggja land undir fót og flytja tímabundiđ til Nýja Sjálands. Ţađ var fyrst og fremst löngun til ţess ađ ferđast og áhugi á ađ kynnast menningu og háttum annarra ţjóđa.  

Krakkarnir, Baldvin Fannar sem er 15 ára og Jóhanna Vigdís 14 ára munu brátt hefja framhaldsskólanám og ţví nćr sem dregur tvítugu verđur erfiđara ađ rífa ţau úr skóla. Ţeim finnst ţessi ćvintýramennska auđvitađ alveg stórskemmtileg og hafa alltaf tekiđ áćtlun okkar vel. Viđ Bryndís fengum bćđi atvinnuleyfi á Nýja Sjálandi.  Ég verđ ađ vinna á Pegasus klíník í Christchurch, en ţetta er eins konar slysadeild opin 24 tíma á sólarhring og sinnir skjólstćđingum á svipađan hátt og Slysadeildin gerir heima.  Bryndís er ekki ákveđin hvađ hún gerir en langar til ađ fá sér ađ minnsta kosti hlutastarf. Krakkarnir verđa í efstu bekkjum grunnskóla og ţau munu halda áfram sínu tónlistarnámi. 

Viđ flugum frá Lundúnum 16. júní til Singapore međ Singapore Airlines, ég nefni flugfélagiđ sérstaklega ţví ţađ er mikil og ánćgjuleg lífsreynsla ađ fljúga međ ţessu frábćra flugfélagi. Segi kannski nánar frá ţví seinna. Borgríkiđ Singapore er mjög skemmtilegur og áhugaverđur stađur fyrir margra hluta sakir. IMG_0080


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband