Hnignun íslenskrar menningar

 

Ég lauk nýlega við lestur bókarinnar Útlaginn eftir Jón Gnarr. Ég var, eins og væntanlega margir fleiri, að vonast til þess að í bókinni væri einhver húmor eða eitthvað skemmtilegt. Það reyndist ekki vera. Ég þjösnaðist þó áfram, var mjög oft kominn á tæpasta vað með að hætta lestrinum en hélt þó í vonina lengi vel. Skemmst er frá því að segja að það er enginn húmor í bókinni. Hið eina sem átt hefur að vera fyndið, er annars vegar þegar höfundurinn hæðist að fólki sem hefur orðið undir í lífsbaráttunni, vistmönnum í Arnarholti á Kjalarnesi, þar sem Jón „vann“ á milli þess sem hann reykti, drakk, dópaði og flekaði konur. Hins vegar fer hann lítillækkandi orðum um verksmiðjufólk og aðra þá sem vinna erfiðisstörf, störf sem honum sjálfum stóð til boða en þóknaðist ekki að gegna. Frekar kaus hann að vera á bótum og flækjast um í tilgangsleysi. Honum virðist þannig bæði hafa verið um megn að vinna mannsæmandi störf og stunda nám. Ritmál bókarinnar er vægast sagt flatneskjulegt. Umfjöllunarefnið er að stórum hluta til kynfæri karla og kvenna, kynlíf, sukklíf og pönkhljómsveit sem fáir hafa heyrt minnst á.  Að láta sér til hugar koma að þessi maður eigi erindi á Bessastaði hlýtur að vera lélegur brandari, en ef ekki þá hlýtur illa að vera komið fyrir íslenskri menningu, kannski upphafið að alvarlegri hnignun hennar.


mbl.is Jón Gnarr er „til alls vís“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband