Anarkismi í vondu hjónabandi

Í íslensku efnahagslífi hefur undanfarin ár ríkt anarkismi eða fullkomið stjórnleysi.  

Hugmyndafræðingar Sjálfstæðisflokksins, þeirra á meðal Hannes Hólmsteinn Gissurarson,  hafa tönnlast á frelsishugtakinu, frelsi í fjármálum og frelsi til allra hluta, frelsi sem átti að leiða til aukinnar velsældar bæði fyrir einstaklinginn og fyrir þjóðfélagið í heild. 

 

Þessi nýfrjálshyggja þeirra Sjálfstæðismanna sem meðal annars birtist í einkavæðingu bankanna á sínum tíma var þegar upp er staðið í rauninni ekkert annað en anarkismi eða fullkomið stjórnleysi.  Banhungruðum villidýrum var sleppt lausum án eftirlits á bráðir sínar.  Þeir hjuggu heilu hjarðirnar á hægri og vinstri uns blóðið lagaði úr og rann og þessi villidýr þyrmdu engu sem á vegi þeirra varð.  Íslenska efnahagskerfið blæddi og blæddi og nú liggur það í sárum sínum meðvitundarlítið.

 

Það má því ljóst þykja að hömluleysið var ekki gæfuspor fyrir íslenska þjóð.  Það sem átti að heita einkavæðing og átti að verða til þess að almenningur á Íslandi eignaðist fjármálafyrirtækin varð að spilaborg sem byggð var af fáum einstaklingum sem sáust ekki fyrir og skorti alla dómgreind á eigin gerðir. Spilaborgin hrundi og þeir sem hana byggðu létu sig hverfa.   

 

Nú virðist anarkisminn hafa náð að smita stjórnarheimilið.  Þar ríkir ein allsherjar ringulreið og annar flokkurinn veit ekki hvað hinn gerir og þar liggur við að menn berist á banaspjótum.  Það er allavega vart hægt að tala um kærleiksheimili.  Eiginlega er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eins og vont hjónaband sem haldið er saman vegna barnanna.  En börnin skynja veruleikann betur en margur hyggur og yrðu fegin hjónaskilnaðinum.  Það ríkti þá alla vega friður á ef af honum yrði og hægt væri að byrja nýtt líf á nýjum grunni.       

 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband