Fallin með 3,2

Ríkisstjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar skv. þessari skoðanakönnun.  Sjálfstæðismenn eru samkvæmt venju flokkshollir og virðist þurfa miklu meira en þjóðargjaldþrot til þess að hinn sanni sjálfstæðismaður víki frá venju sinni að styðja við bakið á sínu fólki. 

Stuðningur við Samfylkinguna er í takt við það sem heyra má í þjóðfélaginu, óánægjuraddir og krafa um að gengið verði til kosninga til þess að kanna hversu sterkt bakland flokkurinn hefur almennt í þjóðfélaginu.

Ef ríkisstjórnin hefur ekki sómatilfinningu til þess að taka þessar tölur alvarlega hefur hún glatað enn meira af trausti sínu.  Það er viðbúið að svör ráðamanna verði á þennan veg:  "Þetta er nú bara lítil skoðanakönnun og ber að túlka hana sem slíka".  Ríkisstjórnin hefur lifað síðustu vikurnar í slíkri afneitun og sjálfsblekkingu. 

Ríkisstjórnin mundi ekki tapa trúverðugleika við að mynda utanþingsstjórn hið bráðasta, boða til kosninga sem gætu þess vegna farið fram í vor og kallað eftir umboði kjósenda.  Ef einhvern tíma var nauðsynlegt að fá vinnufrið og finna að þjóðin getur orðið sátt við eitthvað af því ríkisstjórninn er að gera, þá er það núna. Það mundi væntanlega flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar og alls ekki spilla vinnufriði hennar nú þótt gengið yrði til kosninga í vor. 

Það er ekki rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að með kosningum sé verið að skipta um áhöfn í miðri björgunaraðgerð. Í fyrsta lagi er björgunaraðgerðin máttleysisleg og lítið annað en langtíma ofurskuldsetning íslensku þjóðarinnar.  Í öðru lagi eru aðgerðir hennar til hjálpar íslenskum heimilum smánarleg og í rauninni ekkert annað en plástur á meðvitundarlítinn þjóðarlíkama sem er að blæða út.  Það þarf bráðaaðgerð og það stóra og strax. 


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband