Límingarnar bila

Það má skilja á fréttum af Alþingi í dag að þar gæti mikils taugatitrings og loft sé lævi blandið.  Ekki að furða þótt menn séu að fara úr límingunum á hinu háa Alþingi:  þessir menn og konur hafa ekki fengist við alvöru vandamál eins og nú er uppi í þjóðfélaginu.  Menn berjast við vindmyllur líkt og Don Kíkóti en hafa ekki erindi sem erfiði.  Þingmenn vita ekki hvernig bregðast skuli við vandanum, hvorki ríkisstjórn né stjórnarandstaða.  Það eina rétta í stöðunni er að ríkisstjórnin segi af sér og mynduð sé utanþingsstjórn þar til kosningar fara fram. 

Íslenskur almenningur er farinn úr límingunum, ef ekkert er að gert hið bráðasta, er við búið að við förum að upplifa borgarastyrjöld á Íslandi.   


mbl.is Segir Steingrím tefja rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband