Að klóra í bakkann - Sturlungaöld II

Það er vægast sagt ömurlegt og í rauninni pínlegt að fylgjast með þessum manni reyna að upphefja sjálfan sig, réttlæta eigin gerðir og klóra í bakkann endalaust vitandi það að enginn trúir honum lengur.  Ekki frekar en Davíð Oddssyni.  Kannski tilviljun: var ekki Baugsmálið eiginlega persónulegt stríð þeirra tveggja?  Hófst ekki efnahagshrunið á Íslandi með ákvörðun Davíðs Oddssonar á að reyna að ná fram hefndum á Jóni Ásgeiri, sem var jú ein aðal "Stoðin" í Glitni? Eða hvað?  Er þetta ekki bara eins og á Sturlungaöld þar sem réttlæting og hefndir réðu ferðinni?
mbl.is Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er komið út í svo mikið rugl að ég þori ekki lengur að hafa skoðun á Jóni Ásgeiri og Baugsmálinu......Það er allt of mikil hætta á að hafa rangt fyrir sér

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:54

2 identicon

Hérna kemur brennpunkt þátturinn.  Sullenberger kom vel fyrir, en það var ekki viðtal við Jón Ásgeir sjálfann.  Það var bara sýnd gömul upptaka úr réttarsal frá RUV og Jón Ásgeir var náttúrulega jafn hrokafullur á svipinn og venjulega.  Leit bara út eins of ofdekraður 15 ára unglingur.

http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/437233

Kveðja frá Noregi,

Hildur

Hildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband