Ferðalag til Andfætlingalands

Góðan dag gott fólk!

Þegar Englendingar hófu innreið sína í Nýja Sjáland um miðja 19. öld var það fyrst og fremst skortur á jarðnæði og sögusagnir um að gull fyndist í jörðu sem rak þá landsins. Margir höfðu erindi sem erfiði, aðrir ekki. 

Það var hins vegar ekki gullæði sem olli því að við, fjölskyldan í Reynihlíð, ákváðum að leggja land undir fót og flytja tímabundið til Nýja Sjálands. Það var fyrst og fremst löngun til þess að ferðast og áhugi á að kynnast menningu og háttum annarra þjóða.  

Krakkarnir, Baldvin Fannar sem er 15 ára og Jóhanna Vigdís 14 ára munu brátt hefja framhaldsskólanám og því nær sem dregur tvítugu verður erfiðara að rífa þau úr skóla. Þeim finnst þessi ævintýramennska auðvitað alveg stórskemmtileg og hafa alltaf tekið áætlun okkar vel. Við Bryndís fengum bæði atvinnuleyfi á Nýja Sjálandi.  Ég verð að vinna á Pegasus klíník í Christchurch, en þetta er eins konar slysadeild opin 24 tíma á sólarhring og sinnir skjólstæðingum á svipaðan hátt og Slysadeildin gerir heima.  Bryndís er ekki ákveðin hvað hún gerir en langar til að fá sér að minnsta kosti hlutastarf. Krakkarnir verða í efstu bekkjum grunnskóla og þau munu halda áfram sínu tónlistarnámi. 

Við flugum frá Lundúnum 16. júní til Singapore með Singapore Airlines, ég nefni flugfélagið sérstaklega því það er mikil og ánægjuleg lífsreynsla að fljúga með þessu frábæra flugfélagi. Segi kannski nánar frá því seinna. Borgríkið Singapore er mjög skemmtilegur og áhugaverður staður fyrir margra hluta sakir. IMG_0080


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband