Að fara úr límingunum

Mótmælin á Austuvelli í dag fóru að því mér virtist friðsamlega fram og var mælst til þess að slíkur háttur yrði hafður á áfram.  Þannig ná þau tilgangi sínum.  Múgæsing vegna tilviks sem þessa virðist mér fremur endurspegla þann mikla óróa sem er í þjóðfélaginu og manni stendur óneitanlega nokkur ógn af. 

Spennan í fólki magnast dag frá degi, það má ekkert gerast, fólk fer úr límingunum út af öllu, kveikiþráðurinn styttist og styttist. Í ljósi þess eru þessi mótmæli við lögreglustöðina skiljanleg enda þótt séu ekki til eftirbreytni né málstaðnum til framdráttar. 

Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað róttækt í málunum, annað en líma plástur á svöðusár er hætt við að hér fari að ríkja vargöld, ef ekki bara borgarastyrjöld.  Það er því eins gott fyrir landstjórnina að taka hlutunum alvarlega, váleg tíðindi eru fyrir dyrum ef ekki er aðhafst eitthvað róttækt og það STRAX.

 


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Það er rétt hjá þér að það má lítið út af bera, þessi læti við Lögreglustöðina er þeim sem að þeim stóðu til verulegra vansa. Þetta skilar engum árangri, þessir atvinnumótmælendur skemma bara fyrir,.

Reikistjórinn er að vinna í að koma jafnvægi á í þjóðarbúinu við verðum að vera róleg í nokkrar vikur til viðbótar.

Skúli Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband