Meðvirkni Ingibjargar Sólrúnar

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því í lítilli grein að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra telji ekki nauðsynlegt að skipta um menn í stjórn Seðlabankans áður en lengra er haldið í þeim aðgerðum að koma íslenskum efnahag á réttan kjöl.  "Hún hafi þó áhyggjur af því að Seðlabankinn og ríkisstjórnin gangi ekki í takt". 

Formaður Samfylkingarinnar hefur orðið margsaga í þessu máli og í rauninni veit maður ekkert hvar maður hefur hana.  Hún fer í hringi í kringum hlutina og svarar öllum spurningum með því að fara eins og köttur í kringum heitan graut.  Á borgarafundinum í gærkvöldi svaraði hún annaðhvort ekki spurningum eða fór í kringum þær.

Ingibjörg Sólrún þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum, svara því sem hún er spurð um.  Hún hangir á ráðherrastólnum og ætlar ekki að gefa hann eftir enda þótt 70% íslensku þjóðarinnar hafi beðið hana að víkja (um sinn allavega).  Hún hefur ekki haft tilburði til þess að skapa sér traust. Hún er bullandi meðvirk í undirlægjuhætti forsætisráðherrans þegar kemur að Seðlabankanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband