Hvaða sjónarmið ráða?

Hvaða hagsmunir eru það sem ráða ferðinni varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB?  Eru það samfélagslegir hagsmunir eða hagsmunir ákveðinna hópa?  Ég rakst á þessa umfjöllun á vefnum:

Ísland er ekki aðili að ESB. Ísland hefur hins vegar verið aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) síðan 1970 en þeim var ætlað að stuðla að frjálsri verslun. Með Evrópska efnahagssvæðiðnu, sem Ísland gerðist aðili að 1994 fengu íslensk fyrirtæki aðgang að evrópskum markaði.

Mikil umræða hefur verið um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB, nú eða þá upptöku evrunnar, eða annars gjaldmiðils, í kjölfar bágs gengis íslensku krónunnar í byrjun árs 2008. Samkvæmt niðustöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var í apríl 2008 eru ríflega ⅔ Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn að ESB. Í könnun frá því febrúar þegar spurt var um hvort sækja ætti um aðild (ath: ekki undirbúa umsókn um aðild) frá því í febrúar sama ár svaraði 55,1% játandi.[2] Það er ekki stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem mynduð var eftir Alþingiskosningar 2007, að sækja um inngöngu í ESB. Samfylkingin hefur lýst því yfir að það sé á þeirra stefnu að sækja um aðild, en Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því.[3] Í júlí bárust fréttir af því að í viðbóti við vinnu sérstakrar Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar væri hafin „vinna í a.m.k. tveimur ráðuneytum við úttektir á stórum og þýðingarmiklum málaflokkum á vettvangi ESB.“[4]

Landssamband íslenskra útvegsmanna, hagsmunasamtök í íslenskum sjávarútvegi, eru mótfallin aðild að ESB fyrst og fremst á grundvelli þess að þá muni Ísland missa stjórn yfir sjávarútvegsmiðum sínum en fleira komi til.[5] Þetta hefur Eiríkur Bergmann, dósent við Háskólann á Bifröst, dregið í efa og segir hann að „[s]é það rétt að sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB sé raunverulega meginhindrunin ættu andstæðingar aðildar ekki að mótmæla því að látið væri reyna á viðunandi aðildarsamning, en á því hafa þeir ekki viljað ljá máls og raunar barist harkalega gegn. Sú staðreynd ... bendir til þess að það sé eitthvað annað en sjávarútvegurinn sem raunverulega hindri ESB-aðild Íslands.[6]

Og  þessa líka:

Efnahagskreppan á Íslandi 2008, þegar gengi krónunnar féll um meira en helming á innan við ári og rekstur allra þrggja íslensku viðskiptabankanna var yfirtekin af hinu opinbera, blés nýju lífi í umræðu um inngöngu í ESB. Í skoðanakönnun Capacent sem birt var 18. október kom fram að 70% íslensku þjóðarinnar vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB.[7] Innan Sjálfstæðisflokksins hefur varaformaður hans, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagt að Íslendingar þurfi að taka afstöðu til ESB „með hagsmuni Íslands til lengri tíma litið og þora að gera það“.[8]


mbl.is Teflt á tvær hættur með Evrópuumræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband