Að búa í Christchurch

Við búum í tiltölulega nýlegu húsi ekki langt frá miðbænum. Einangrunin í húsinu er allgóð miðað. Það þarf þó að kynda sæmilega til þess að halda sæmilegu hitastigi innivið. Hús eru hér hituð með svokölluðum hitapumpum, rafdrifnum lofthiturum en einnig rafopnum. Mörg hús eru með kamínu sem menn nota á kvöldin til að halda hita í hýbýlum sínum. Hér er kveikt á rafmagnsteppi í hjónarúminu rétt fyrir háttir. Svo sofa menn bara í föðurlandi og ullarbol. 

 

Í jarðskjálftunum sem urðu hér 2010-2011 varð gríðarleg eyðilegging á húsnæði, leiðslum, götum og fleiru. Það er þó smáræði þegar haft er í huga að 180 manns týndu lífi í þessum náttúruhamförum. Mörg hærri hús hrundu til grunna sem og kirkjur og skólar. Mikil uppbygging hefur verið í gangi, hér spretta hús upp og byggingakranar eru út um allt. Göturnar eru holóttar og með miklum sprunguviðgerðum þannig að akstur verður eins og á íslenskum malarvegi á stundum.  Stýrið er vinstra megin og það er óneitanalega dálítið skondið að keyra vinstra megin, en það venst bara allvel.

Krakkarnir byrjuðu í sínum skólum í morgun.  Jóhanna Vigdís er í 10. bekk en Baldvin Fannar er í 11. bekk. Tónlistarnámið fer fram í skólanum sjálfum. JVG i skolabuning 20072015

BFG i skolabuning 20072015


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband