Fiji

Við fórum til Fiji-eyja í eina viku frá 3.-10. október. Við dvöldum fyrst á Shangri-La hóteli í 4 daga og síðan á Hilton hóteli í 3 daga. Veðrið lék við okkur, sól og blíða allan tímann, hiti um 30°C. 

Eyjaskekkjar eru með dæmigert Suðurkyrrahafs útlit en margir aðeins blandaðir af Indverjum. Fólk almennt mjög glaðlegt og brosmilt. Heilsar með kveðjunni "bula" og er sífellt að þakka fyrir með kveðjunni "vinaka".  Allur almenningur snyrtilegur þrátt fyrir að fátækt blasi við innan um glæsivillur Ástrala og Ný-Sjálendinga. Karlmenn ganga flestir í pilsum. Mikill fjöldi eyjaskeggja hefur atvinnu tengd ferðamannaiðnaði en kaupið er lágt, oft 300-400 kr. á tímann. Þeir sem hafa vinnu telja sig þó heppna því atvinnuleysi er mikið. Þrátt fyrir það og fátæktina mun glæpatíðni vera lág á Fiji. Við fórum til dæmis inn í bæinn Nadi og sáum ekki marga hvíta menn en fundum ekki fyrir neinu óöryggi. Í Nadi skoðuðum við stærsta Hindúahof á Suður-Kyrrahafseyjum.

Við fórum í bátsferð uppeftir ánni Sigatoga einn daginn. Í hópnum voru um 20 manns og það mun tíðkast að aldursforseti fari fyrir hópnum og kallast hann "Chief". Það kom í minn hlut í þessum hópi. Við heimsóttum eitt af mörgum þorpum sem eru við ána. Þar búa um 250 manns, fólk sem vinnur við landbúnað og eru kjörin greinilega mjög kröpp, húsakostur fátæklegur og allur aðbúnaður fremur dapur. Heimsóknin hófst á því að við tókum þátt í eins konar trúarathöfn í kirkju þorpsins. Eyjaskeggjar kyrjuðu einhvers konar bænir á sínu tungumáli.  Okkur var boðið að drekka "kIMG_0279IMG_0318ava" sem er drykkur sem innfæddir gæða sér á oftlega. Drykkurinn hefur einhver slævandi áhrif.  Allavega fannst mér ég vera eitthvað þungur í höfðinu um kvöldið. Okkur var boðið í mat í samkomuhúsi þorpsbúa. Maður snæðir matinn sitjandi á gólfinu. Eftir máltíðina var boðið upp í dans undir söng og hljóðfæraslætti þorpsbúa sem gæddu sér á "kava".  Þetta var lærdómsríkur og skemmtilegur dagur.

 

Þessi vika leið reyndar alltof fljótt en við komum "heim" brún á hörund og vel nærð á sál og líkama.

 australia-and-oceania-mapfiji-mapIMG_0309[1]  

IMG_0325IMG_0332IMG_0368


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband