Notaðir bílar

Það hriktir í stoðum íslensks samfélags.  Meiri hluti þjóðarinnar er slegin ótta og veit ekki hvað næsti dagur ber í skauti sér.  Dökk ský atvinnuleysis og  minnkandi kaupmáttar vofa yfir.  Flótti úr landi, öryggisleysi.  Á sama tíma sitja embættismenn ríkisins sem fastast í sínum stólum.  Menn sem sváfu á verðinum meðan mýsnar dönsuðu á borðinu, menn sem eru algjörlega rúnir trausti.  Menn sem komu sjálfum sér fyrir á valdastóli eins og hæst launaði embættismaður ríkisins, formaður bankastjórnar Seðlabankans.  Fólkið í landinu vill hann burt en hann fer hvergi.  Hann hefur gert meira ógagn en nokkur annar embættismaður ríkisins fyrr og síðar.  Á sama tíma birta fjölmiðlar viðtöl við siðblinda "fjárfesta" sem hafa í skjóli nætur flutt illa fengið fé úr landi og komið sér vel fyrir.  Þessir "fjárfestar" eru sérfræðingar í því að sannfæra aðra um eigið ágæti og sakleysi.  Þeir eru vælandi eins og smákrakkar og klagandi: " hann gerði þetta, ekki ég".  Íslenska þjóðin trúir þeim ekki frekar en Davíð Oddssyni.  Íslenska þjóðin vill fá að lifa í friði fyrir þessum mönnum og er örugglega tilbúin til þess að kaupa undir þá alla far aðra leiðina til Langtíburtkistan þar sem þeir geta haldið áfram að krimmast.  Íslenska þjóðin vill ekki að brennuvargar taki þátt í slökkvistarfi þar sem þeir hafa kveikt í. 

Mundir þú, lesandi góður, kaupa notaðan bíl af þessum mönnum? 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Venjulegt fólk verður að geta lifað á þessari eyju í friði fyrir gráðugum lýð.Hvernig væri að við eignuðumst heiðarlegt fólk  til að stjórna.Það þarf alltaf að gefa peningaliðinu þjóðarauðinn.,svo má alþýðan hreinsa upp skuldirnar eftir þá.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband