Hættu að bíða

Við erum öll að bíða eftir að eitthvað gerist, erum öll eins og félagarnir í hinu fræga leikriti Beðið eftir Godot eftir Samuel Becket.  Öll að bíða.  Þetta skeyti fékk ég einhvern tíma í tölvupósti og það hangir uppi á ísskáp í eldhúsinu hjá mér:  "Hættu að bíða eftir að þú ljúkir námi, farir aftur í nám, að þú léttist um 10 kíló eða þyngist um annað eins, að þú gangir í hjónaband, að þú fáir skilnað, nýjan bíl eða nýja íbúð, að þú eignist börn, að börnin fari að heiman, að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna.  Hættu að bíða eftir föstudagskvöldinu, að fjárhagurinn komist í lag, að útborgunardagur launa renni upp, að vorið gangi í garð, að sumarið banki upp á, að snjórinn byrji að falla.  Hættu að bíða eftir því að þú sláir í gegn.  Minnstu þess að núna er stundin til að vera hamingjusamur, hættu að drepa tímann , því að tíminn er þitt eigið líf.  Lifðu lífinu.  Njóttu augnabliksins.  Þú átt bara þetta eina líf." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband