Hannes Hólmsteinn og lygi tölfræðinnar

Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir hina þjóðþekktu persónu Hannes Hólmstein Gissurarson, þar sem hann reynir eina ferðina enn að ljúga því að þjóðinni að Davíð Oddsson sé þrátt fyrir allt bara mikil hetja og drengur góður.  Hann sé ekki eins óvinsæll og skoðanakannanir sýna.  Hann reynir að leika sér með tölur og gerir lítið úr venjulega fólki sem skilur venjulegar tölur.  Það er með ólíkindum og af hvötum sem illgerlegt er að skilja hvernig HHG getu reynt að hvítþvo vin sinn með þessum hætti.  Þegar ég lærði tölfræði í háskólanum var mér bent á að kaupa bók sem heitir (og er örugglega til á Amazon) "How to lie with statistics" og er kennslubók í því hvernig hægt er að notfæra sér tölur,bæði úr skoðaðakönnunum og rannsóknum  til þess að ljúga.  Þessi bók hlýtur að vera til í bókahyllu Hannesar Hólmsteins Gissuararsonar, prófessors. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Manni hefur fundist skrif Hannesar "jaðra" við barnaskap og vitleysan sem hann hefur sett fram í skrifum sínum, án nokkur rökstuðnings, svo uppskrúfuð og út úr kortinu að maður getur oft ekki skilið hvernig stendur á því að maðurinn er ekki "stoppaður" af vinnuveitanda sínum!

Jóhann Elíasson, 31.10.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband