Bo, Kristján og lækningamáttur tónlistarinnar

Í gærkvöldi var ágætis viðtal við söngvarana Björgvin Halldórsson og Kristján Jóhannsson í sjónvarpi.  Hvorugur þeirra hefur þótt hæverskur í gegnum tíðina en í gærkvöldi kvað við svolítið annan tón í orðræðu þeirra.  Þeir ræddu auðvitað um tónlistina sem er þeirra ævistarf  og hvernig tónlistin hefur mótað líf þeirra.  Í spjalli við þá félaga kom einnig fram sú velþekkta staðreynd að tónlistin er án landamæra, hún er græðandi og gefandi.  Þetta er aldrei of oft sagt og nú þegar margur á um sárt að binda og erfiðleikar steðja að er gott að hafa tónlistina sem meðal og leita á náðir hennar frekar en annars.  Hún sefar og róar, veitir manni andlegan styrk, og hefur mann til hærri hæða.  Á næstu vikum  og sérlega á aðventu er tónlistarlíf á Íslandi hvað öflugast, tónleikar og ýmiss konar tónlistarviðburðir eru nánast alls staðar. Það er því ærin ástæða til þess að bregða sér af bæ og fara og hlýða á fallega tónlist, nú eða þá bara að sitja heima og setja spilarann í gang og svo má auðvitað hlusta á tónlistina í tölvunni.  Hér við hliðina er til að mynda tónlist á tónlistarspilara sem boðið er upp á af höfundi.  Þetta eru allt lög sem komu á geisladiski fyrir rúmum þremur árum.  Njótið vel. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband