Þegar leikmaður stendur sig illa í boltanum

Þegar leikmaður stendur sig illa á vellinum í bolta er skipt inná.  Þetta ættu flestir að þekkja.  Það er enginn góður kostur í stöðunni, þar rataðist forsætisráðherra satt orð á munn.  En hefur hann hugleitt að eini kosturinn í stöðunni er að skipta út, mynda utanþingsstjórn, reka Seðlbankaliðið í heild sinni og byrja með hreint borð?  Það verður aldrei sátt um annað í þessu þjóðfélagi.  Og því fyrr því betra.  Þeir sem viðurkenna mistök sín og hverfa af vettvangi eru meiri menn en hinir sem halda áfram að klóra í bakkann og reyna að breiða yfir glappaskotin. 
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nokkuð augljóst, að það sé enginn góður kostur í stöðunni en það eru til augljósir kostir (að sjálfsögðu ekki góðir) Það er að draga úr þeim óvinsældum sem Ísland hefur skapað sér með því að akipta út öllu stjórnarliðinu (það er búið að skipta út stjórnum bankanna) og búa svo um að það fari ekki framhjá heimsbyggðinni að enginn af þeim sem stuðluðu að þessum óförum sé lengur við völd. Meðan Geir, Davíð og allir þeirra jábræður halda áfram að ybba gogg, á Ísland enga von. Burt með þessa kalla.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband