14.11.2008 | 23:21
Davíð, Hannes, Kári og DeCode
Þessi maður talaði Íslendinga inn á að kaupa hlutabréf í DeCode. Hann sagði DeCode vera eina mestu blessun íslensku þjóðarinnar. Hann, Kári Stefánsson og Hannes Smárason hittust á fundum og réðu ráðum sínum hvernig þeir gætu komið þessum skilaboðum til íslensku þjóðarinnar. Þetta var upphafið að kaupaæði Íslendinga í hlutabréfum. Þúsundir Íslendinga, einstaklinga og fyrirtækja, hafa tapað óhemju fé, sennilega einhverjum tugum milljarða, á þessari svikamyllu.
Lífróður deCODE
DeCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, var upphafið að hlutabréfakaupæði Íslendinga. Fyrirtækið var fyrsta íslenska fyrirækið sem skráð var á bandarískan hlutbréfamarkað og útlitið var bjart í júlí árið 2000. Gengi á hlutum deCODE mun hafa farið á allt að 65 dollara á hlut á gráum markaði fyrir skráningu á Nasdaq Global-hlutabréfamarkaðinum.
En gengi þess hefur verið rysjótt í gegnum tíðina og nú horfir svo við að deCODE genetics á það á hættu að vera hent út úr Nasdaq, þar sem gengi bréfanna hefur verið of lágt of lengi. 6. október síðastliðinn var fyrirtækið sett á athugunarlista þar sem verðgildi hlutabréfa fyrirtækisins höfðu verið undir 50 milljónum dollara í tíu daga, það er að segja, hver hlutur var undir einum dollara. Þegar markaðirnir lokuðu á Nasdaq 21. október stóð gengi deCODE í 36 sentum á hlut.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fjölmiðlarnir hafa verið hlíðnir að koma reglulega með uppblásnar fréttir af uppgötvunum decode að sjálfsögðu í því skyni að reyna að snúa tapinu upp í hagnað eða að minnsta kosti að lengja líftíma fyrirtækisins. En hverju hafa allar þessar uppgötvanir skilað? Getur einhver svarað því?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.