Hótel Skuld / þú getur bókað þig út, en aldrei farið

Við hjónin fórum á tónleika með The Eagles á O2 leikvanginum í Lundúnaborg í vor.  Gömlu brýnin voru jafn góð ef ekki betri en fyrir 30 árum.  Hér er upptaka frá þessari sömu tónleikaför þeirra félaga, gamli slagarinn Hotel California, sem er orðinn sígildur.  Innihald textans er dálítið djúpt og má túlka á ýmsa vegu:  “you can check-out any time you like, but you can never leave”.  Er það þannig með skuldaklafa íslenskra heimila í dag?  Þú getur bókað þig út, borgað af, en þú losnar aldrei?  Er verið að skuldsetja börnin okkar og afkomendur þeirra á sama hátt með láni frá IMF?  Losna þau aldrei?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skert lífskjör skal ég taka á mig en verst þykir mér að hafa leyft Bretum að misnota IMF og ganga yfir okkur enn eina ferðina, nú með stuðningi þeirra sem við töldum okkar bestu vini, Norðurlandanna

Elías Blöndal Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband