Maður kemur ekki í manns stað

 

Nú er hún Snorrabúð stekkur.  Það kemur enginn í stað Guðna, hvað svo sem  má annars um hann segja.  Hann er alla vega heiðarlegur maður og hefur þurft að takast á við mjög erfið verkefni undanfarin misseri. Láir honum enginn að vilja hvíla sig frá því starfi.  Þeir hverfa af Alþingi sem einhver töggur er í og hafa sett svip á þingið.  Annars er þetta nú fremur einsleitur hópur.  Eftir sitjum við með æruupprisna fanga, einstaklinga sem enginn hefur heyrt nefnda á nafn og svo liðið allt sem svaf á verðinum og kannast ekki við að það eigi þátt í því hvernig er komið fyrir íslensku þjóðinni.

Nær væri að einhverjir þeirra segðu sig frá þingstörfum, þjóðin veit hverjir þeir eru og þeir væru ekki minni menn fyrir, eða hvað?


mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband