Eru engin takmörk

 

Er þessum manni ekki ennþá ljóst hvað hann hefur valdið miklum skaða fyrir íslenskt samfélag?  Og að  íslenska þjóðin vill hann burt?  Að fólk vill ekki hlusta á hann?  Að það trúir honum enginn?  Viðskiptaráð Íslands setur verulega niður fyrir að fá slíkan mann á fund.  Nú er höfuðið bitið af skömminni.


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlustaði á þetta á Rás 1 og hvert einasta orð sem Davíð Oddsson sagði var hárrétt!

Soffía (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:11

2 identicon

Sammála Soffíu..

Gunnar (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:16

3 identicon

algjörlega sammála Soffíu

Bára (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:19

4 identicon

"Mikil eftirspurn er eftir sökudólgum en lítið framboð, sagði Davíð." Hann ætlar seint að gefast upp á þessari hvimleiðu orðaleikja og brandaradellu.

" að þeir sem beri mesta sök hafi hæst." Ég get ekki betur séð en að mótmælendurnir á Austurvelli hafi hæst. Sama fólkið og bloggar mikið, skrifar blaðagreinar og talar í útvarp. Er hann að meina að það fólk, semsagt við, séum sökudólgar í málinu? Er hann farinn út í ærumeiðingar ofan á allt annað?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:20

5 identicon

Nei, Húnbogi, hann er ekki að meina almenning. Hann er að meina að blaðamenn á fjölmiðlunum sinntu ekki sínu hlutverki sem rannsóknarblaðamenn, og hefur prófessor í fjölmiðlafræði bent á að þekkingu á málefnum fjármálamarkaða vanti í blaðamannastéttina.

Soffía (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband