Stríðsmaskínurnar Bush og Davíð

Á næstunni hverfur af valdastóli óvinsælasti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar.  Hann hefur ekki bara skapað sér óvinsældir heimafyrir heldur alls staðar í heiminum.  Og verður hans ekki saknað.  Þeir Davíð Oddsson, sá sem fór mikinn á fundi í gærmorgun og barði frá sér á hægri og vinstri með sveðjum hefur ekki talist maður friðarins.  Hann kom okkur Íslendingum á spjöld sögunnar með því að koma þjóð okkar í stríðsbandalag með Bandaríkjamönnum og "vinum okkar" Bretum.  Þetta man íslensk þjóð og má aldrei gleymast.  Íslendingar höfðu aldrei verið þátttakendur í styrjöldum.  Að vísu verið í hernaðarbandalagi, NATO með þessum þjóðum en aldrei yfirlýst stuðningsþjóð í stríðsaðför gegn annarri þjóð.  Þeir voru miklir vildarvinir Bush og Davíð og eru sjálfsagt enn.  Þetta myndband er að hluta til tekið upp þegar Davíð heimsótti Bush í Hvíta húsið 2004 og það talar sínu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband