Blendin viðbrögð

 

Væntanlega áttum við enga valkosti í stöðunni, allir kostir vondir, þetta var afarkostur.  Reynsla undanfarinna ára hefur nú ekki kennt Íslendingum að það sé beinlínis til vegsauka eða gleði að fá peninga að láni.  Nú skiptir auðvitað mestu að halda vel á spöðunum.  Þeim sem hefur verið treyst fyrir peningum landsmanna undanfarin misseri er nú ekki treystandi fyrir barni yfir læk.  Svo er bara að fara að bretta upp ermarnar, spýta í lófana og hefjast handa við uppbygginguna.  Taka til eftir liðið sem hélt partíið.  Ekki látum við börnin okkar gera það.   


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Þessar féttir vekja hjá mér spuningu, hver eru skylirðin.  Mun IMF eina ferðina en leggja ofuáherslu að hjálpa peningaköllunum og leiða almugan hjá sér einsog þeir hafa gert svo oft áður.  þegar seðlabankinn hækkaði styrivexti í 18% fyrir IMF þá kom vísbending til þess að þeir hafa ekkert lært af fyrri mistökum og guð hjálpi okkur ef svo er.

ég segi, sá sem ekki læri af mistökim sínum er hálviti, viljum við fá fleiri hálvita til að ráðleggja okkar vileisingum.  Það getur ekki boðað gott!!!

Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2008 kl. 23:59

2 identicon

Er svona risa lán einmitt ekki til margra áratuga svo það verða einmitt börnin okkar sem greiða þetta að lokum?

Róbert (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Thee

Það er svona spurning Róbert hvort það sé bara ekki sniðugt að lauma í tvær til þrjár kellur. Það myndi létta undir með skráðum börnum manns.

Thee, 20.11.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband