SAMFARAFLOKKURINN - nýtt stjórnmálaafl til framsóknar

 

Nýtt stjórnmálaafl er í burðarliðnum. Undirbúningur er þegar hafinn og bjartsýni mikil á að flokkurinn fái sterkan vind í seglin ekki síst í ljósi þess að kosningar kunna að verða haldnar á næsta ári og fólkið í landinu hefur kallað eftir nýju afli.              

 

Stjórnarsamstarfið er líka í uppnámi og allt er mögulegt og nú er því lag. Þegar skoðaðar eru stefnuskrár flokkanna á Alþingi þykir undirbúningsnefndinni ljóst að einhvers konar bræðingur af því besta úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum sé ákjósanlegastur og vænlegastur til þess að leiða til ávinnings í kosningum.    

 

Fundið hefur verið nafn á flokkinn.  Byrjað var á  bræðingi úr þeim flokkum sem FARA með stjórn landsins  í dag:   SAMfylkingin og SjálfstæðisFLOKKURINN.  Þarna FARA  saman stærstu stjórnmálaöflin og hugmyndin var því að safna því besta úr málefnaskrá þessara flokka en henda hinu fyrir róða. 

 Hugmyndir hafa vaknað um slagorð SAMFARAFLOKKSINS og eru hér nokkur slík:  

1.  Stöndum saman

2.  Það mun ekki standa á okkur

3.  Standið með Samfaraflokknum

4.  Samfaraflokkurinn kemur sterkur inn

5.  Við erum opin fyrir samræðum

6.  Við viljum innlimun sem flestra í Samfaraflokkinn

7.  Nýtum okkur samlegðaráhrif

8.  Samfaraflokkurinn mun ekki liggja á liði sínu

9.  Við viljum nýjar og breyttar aðferðir

10.Við viljum reisn og rétt hugarfar

 

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning hefur nafn flokksins ekkert með kynferðismál að gera enda þótt svo kunni að virðast í fyrstu.  Samfaraflokkurinn er ný hreyfing sem hefur aðeins eitt markmið:  Að standa sig. 


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Samfarir eru nú ekki alltaf framfarir

Ómar Ingi, 22.11.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband