Botninn er suður í Borgarfirði

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir af Bakkabræðrum:

"Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal bjó bóndi einn fyrir löngu. Hann átti þrjá sonu: Gísla, Eirík og Helga; voru þeir orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör þeirra mjög í frásögur færð þó fæst þeirra verði hér talin."

"Þá keyptu þeir bræður einu sinni stórkerald suður í Borgarfirði og slógu það sundur svo það væri því hægra í vöfunum að flytja það.

Þegar heim kom var keraldið sett saman og farið að safna í það, en það vildi leka. Fóru þá bræðurnir að skoða hvað til þess kæmi. Segir svo einn þeirra: "Gísli-Eiríkur-Helgi, ekki er kyn þó keraldið leki, botninn er suður í Borgarfirði."

„Það versta er enn eftir," segir Oliver Blanchard í viðtali við þýska blaðið  Finanz und Wirtschaft, „og það mun taka langan tíma þar til ástandið verður eðlilegt á ný."

Segir þessi talnaspaki maður og hefur væntanlega rétt fyrir sér. Forsætisráðherra Íslands hefur hins vegar margoft sagt í fjölmiðlum að botninum sé "væntanlega" náð.  Ekki alveg trúverðugt.  Sennilega mikill frostavetur framundan næstu árin.   


mbl.is Botni kreppunnar ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef þessi maður hefði verið spurður hvort botninum væri náð um svipað leit og Geir sagði svo vera hefði svarið sjálfssagt verið á anna veg enda var ekki búið að dæla prentuðum í peningum þúsundum miljarða dollar inn í  hagkerfi heimsins þá. í dag er það samt veruleikinn og það þarf engan snilling til að sjá að það bara gengur ekki. En samlíkingin er góð við söguna af bakkabræðrum

Guðmundur Jónsson, 23.11.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Geir segir aldrei neitt sem hann veit að gæti styggt atkvæðin sín, hann trúir enn að það sé hægt að tala hlutina í lag.

Sverrir Einarsson, 23.11.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gísla Eirík og Helga í stjórn.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband