Stórkanónur og svarafáir ráðherrar

Frábær fundur í Háskólabíói.  Þarna hljóta að hafa verið 2-3 þúsund manns, 1% af þjóðinni?  Ingibjörg Sólrún sagði fólkið í salnum ekki túlka skoðun þjóðarinnar.  Móðgandi svar við þá sem þarna voru. Svörin sem ráðherrar gáfu voru ekki til þess fallin að auka traust á þeim.  Þau voru þunnyldisleg og þeir ráðherrar sem tóku til máls (nokkrir þögðu )fóru í kringum hlutina eins og kettir í kringum heitan graut eins og þeim einum er lagið.

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur fluttu mál sitt af mikilli snilld, enda ekki við öðru að búast. Verkakonan Margrét Pétursdóttir flutti stórgóða ræðu og túlkaði rödd fólksins í landinu. 

Hvað þarf marga einstaklinga saman komna til þess að ríkisstjórnin fari frá?  Hvað þarf að safna mörgum undirskriftum? spurði einhver út í sal en fékk ekki svar við spurningu sinni, áður en ríkisstjórnin stendur upp úr sínum stólum?

Hvernig getum við komið sterkum skilaboðum okkar betur á framfæri?


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þeir ætla sér að sitja út kjörtímabilinu en þeir komist ekki upp með það.

Heidi Strand, 24.11.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Þórður Runólfsson

Ef ráðherrar og þingmenn halda að þeir séu ómissandi, þá fengu þau svar við því í kvöld hjá Verkakonunni Margréti Pétursdóttur. Þjóðin fékk að kynnast því að við erum ekki á vonar völ hvað varðar hæft fólk til þess að taka kyndillinn.

Við komum því til skila með auknum þunga í mótmælum. Þau eiga í vök að verjast.

Þórður Runólfsson, 24.11.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband