27.11.2008 | 22:29
Aš leysa verkefni
Menn greinir į um leišir en žaš žarf aš hafa snör handtök.
Viš höfum veriš ķ miklum ólgusjó undanfarnar vikur. Og eiginlega hefur skipiš strandaš. Žaš veršur aš koma žvķ į flot aftur. Til žess žarf sameiginlegt įtak. Ķslenska žjóšin, sem hįlf svalt į löngum tķmabilum fyrr į öldum og bjó viš kröpp kjör nįnast fram aš undir mišja sķšustu öld hefur įšur sżnt hvaš ķ henni bżr.
Samheldni og samhjįlp er einhvern veginn innprentaš ķ ķslensku žjóšarsįlina žegar illa įrar, vį stešjar aš eša hörmungar dynja yfir. Žį er eins og viš myndum eina samhljóma heild. Nś lifum viš į višsjįrveršum tķmum og žarf vart aš tķunda hér aš višfangsefnin eru margvķsleg og mikil.
Aš mķnu viti eru vandamįl eiginlega ekki til, heldur eru ašeins verkefni sem žarf aš leysa. Og žau eru žess ešlis aš viš žurfum aš leysa žau saman.
Viš žurfum aš byrja į žvķ aš skilgreina verkefnin, sundurgreina žau og gera įętlun hvernig viš ętlum aš koma ķslensku žjóšfélagi fyrst į flot og svo į góša siglingu meš byr ķ seglum. Samstillt įtak allra žarf til. Ešli mįlsins samkvęmt hafa menn misjafnar skošanir į žvķ hvernig aš mįlum skuli stašiš. En viš erum sammįla um markmišiš. Og žį er bara aš hefjast handa, žaš er ekki eftir neinu aš bķša.
Meira į morgun.
Mun stórskaša višskiptalķfiš | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.