Að rækta garðinn sinn

 

Efnahagsmálin verða ekki leyst í fjölmiðlum.  En við getum haft áhrif á gang mála með því að koma skoðunum okkar á framfæri varðandi mörg önnur mál eins og til dæmis hvernig við ætlum að koma okkur út úr því ástandi sem við nú búum við. 

 

Íslenska þjóðin er vel menntuð.  Þekking er auðlind.  Hana þarf að beisla.  Þekkingu innan orkugeirans, sjávarútvegs, hugbúnaðar og fleiri atvinnugreina höfum meira af  en margar aðrar þjóðir og gætum nýtt okkur vel til öflunar á gjaldeyristekjum. 

 

Í greinum sem ritaðar hafa verið undanfarið í fjölmiðla hafi komið fram margar snjallar tillögur um það hvernig við getum aukið verðmætasköpun okkar á næstu árum.  Ekki vantar hugmyndaauðgina. En það þarf að móta hugmyndirnar, finna þeim farveg og hrinda þeim svo í framkvæmd.  

 

Það fór að spretta illgresi í garðinum okkar.  Við þurfum að uppræta það.  Plægja jörðina. Sá svo fræjum nytjajurta sem við sjálf og  afkomendur okkar getum uppskorið. 

 

Því það gleymist oft í amstri dagsins að:

 

Það þarf að rækta garðinn sinn.   


mbl.is Nýjar gjaldeyrisreglur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...And all will be well, in the garden.

Chance the Gardener (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Thee

Talaðu varlega um menntunina því hún var beisluð í fjármálageiranum.

Thee, 28.11.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband