Kostir og lestir við aðild Íslands að ESB

Friðrik Sófusson er sá sjálfstæðismaður sem vafalítið hefur  notið  hvað mestrar virðingar bæði innan flokksins og utan á umliðunum árum. Um hann hefur lítill styrr staðið.  Bæði meðan hann var virkur í stjórnmálum og ekki síður eftir að hann tókst á hendur starf forstjóra Landsvirkjunar. 

Það eru því all nokkur tíðindi þegar hann kemur fram og opinberar skoðanir sínar í fjölmiðlum. Og næsta víst að meira mark verður tekið á hans orðum en orðum margra annarra.  Friðrik  fer þó varlega eins og vænta má. 

Það væri skammsýni, ef ekki líka þröngsýni, að skoða ekki alla kosti og lesti aðildar Íslands að Efnahagsbandalaginu.  Það er ekki hægt að mynda sér skoðun um eitthvað sem maður veit ekki frekari deili á. 

Væri ekki gustuk að einhver spámaðurinn eða spekingurinn tæki sig til og setti fram skýrt og skorinort hvaða kostir og lestir gætu fylgt aðild Íslands að ESB?  Sennilega ekki flókið fyrir þá sem til þekkja.

En alla vega nauðsynlegt,  sérlega í ljósi þess að talað hefur verið um þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu samhengi. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband