Þjóð öfganna

Meðalvegurinn er vandrataður.  Við Íslendingar erum dálítið mikið annaðhvort í ökkla eða eyru, einn daginn keyrir eyðslan úr hófi fram, annan daginn erum við samansaumuð.  Við erum öfgaþjóð.  Þetta skilja útlendingar ekki, þeir skilja hreinlega ekki íslenska hugarfarið, sem kannski ekki er von.  Þetta minnir mig á stökuna sem ég heyrði einu sinni:

 

Undarleg er vor rulla,

í þessu jarðlífi,

annaðhvort er það drulla,

eða þá harðlífi. 

 

            Best að hafa bara meltinguna í lagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband