Leikhúsið við Austurvöll: uppselt á allar sýningar!

Margir skemmtilegir farsar hafa verið sýndir á Íslandi síðustu árin.   Menn fara í leikhús, hlæja og skemmta sér, fara svo heim og muna ekkert sérstaklega um hvað leikritið fjallaði. 

Þetta er hins vegar orðin þvílík endaleysa að það er ekki hægt að tala um farsa, þetta er ekki einu sinni tragíkómískt heldur hátragískt svo maður sletti leikhúsmáli.   Ekki einasta hafa Hannes og hryðjuverkamennirnir okkur að fíflum heldur þessir menn líka ( og þú líka Brútus!).  Látið okkur vita þegar sýningin er búin.  Við ætlum ekki að klappa. 


mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband