Hin evrópska kúgun

Við Íslendingar þekkjum örbyrgð og kúgun frá fyrri öldum.  Á síðustu áratugum höfum við hins vegar öðlast frelsi og allsnægtir sem við höfum farið illa með undanfarin ár.  Við höfum látið ginnast af Mammon og baðað okkur í ofneyslu og bruðli.  Nú er komið að skuldadögum og timburmönnum, partíið er búið.  Það þarf að borga fyrir brúsann. 

 

Í dag berast þau tíðindi (sem reyndar ættu ekki að koma neitt sérlega mikið á óvart), að af hinu evrópska samfélagi sé okkur gert að taka á okkur meiri skuldir og meiri klafa en við ráðum við til skamms tíma.  Byrðarnar eru svo miklar að það tæki okkur áratugi að vinda ofan af skuldaklafanum.   

 

Síðustu vikurnar hefur bara verið talað um lán og aftur lán. Það er engu líkara en maður heyri enduróma auglýsingu frá fjármálastofnun fyrir 2-3 árum:  Taktu lán hjá S-24 og þú hagnast!  Skilaboð stjórnvalda til okkar eru á þann veg núna:  tökum bara lán og þetta reddast.  Þetta eru ekki skilaboðin sem við viljum senda til barna okkar og niðja okkar yfirleitt. Heldur miklu fremur þessi:  vertu ráðdeildarsamur, safnaðu, eyddu ekki um efni fram, vertu forsjáll. 

 

Sýnum því frekar dug og þor og að við látum ekki kúga okkur.  Við skiptum ekki við okurlánara eða handrukkara.  Við megum ekki láta glæp þrjátíumenninganna og andvaraleysi íslenskra ráðamanna fjötra börn okkar og afkomendur þeirra í áratuga helsi skulda og áþjánar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband