Skagamenn tala tungumál þjóðarinnar! Stórkostlegt!

 

Loksins, loksins!!  Maður lyftist upp í sætinu við að lesa þessa frétt.  Er raunverulega að eiga sér stað einhver hugarfarsbreyting sem er sýnileg og heyranleg?  Öll þjóðin er búin að kalla og kalla:  við viljum skipta út í Seðlabankanum en það hefur enginn á stjórnarheimilinu viljað hlusta.  Núna loksins koma menn og tala tungumál sem við Íslendingar skiljum.  Til hamingju Skagamenn, ykkur verður minnst sem sporgöngumanna.  Þið eruð hetjur dagsins!


mbl.is Stjórnendur Seðlabankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tungumál þjóðarinnar segiru? Eða þitt kannski? Ég skal kannski samþykkja það að stjórn SÍ ætti að víkja en ef við förum í ESB þá er sögu Íslands endanlega lokið.

Joseph (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannarlega uppörvandi að sjá að skjaldborg já ,-manna sjallanna um Davíð bjálfann er að skarðast. En tæplega verður Skagamanna minnst sem "sporgöngumanna!" í þessu tilliti. Spurning hinsvegar hversu marga sporgöngumenn þeir fá til að feta slóðina.

Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 00:16

3 identicon

Hversu mörg þúsund manns hafa beðið eftir svona alvöru og skírum viðbrögðum frá Sjálfstæðismönnum.

Kv.

Solla (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband