Fjárglæpamenn enn í viðtölum

 

Það er með ólíkindum hvernig hver á eftir öðrum þessara fjárglæpamanna reynir að hvítþvo sig í fjölmiðlum.  Þeir eru auðvitað að reyna að endurheimta æruna, sem er jú ansi mikið meira virði en peningarnir sem þeir sólunduðu, en það er bara því miður mjög erfitt og síst af öllu núna þegar skútan er á hvolfi.  Þessi 30 manna hópur ætti að halda sig til hlés, það er ekki hægt að trúa einu einasta orði af því sem þeir segja.

Hitt er rétt hjá Björgólfi að ummæli Davíðs Oddssonar og þáttur hans í þessu tragíska spili er stór og í rauninni svo stór þegar maður lítur á verk hans og orð í samhengi að það má fullyrða að enginn einn maður hefur haft jafn neikvæð áhrif á íslenskt samfélag fyrr og síðar, hann er mesti landráðamaður Íslands frá upphafi.   Megi sagan dæma verk hans. 


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svo sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: haraldurhar

   Margir þessara svokölluðu fjárglæframanna, eru hinir mætustu menn, og hafa aflað mikilla tekna fyrir þjóðarbúið.  Nær væri þér að hlusta aftur á viðtalið við Björgúlf, og reyna skilja það er hann hafði fram að færa. Þessi síendurtekni áróður um Icesafe tyggja aftur og aftur í öllum fjölmiðlum, að tap þjóðarbúsins sé nær allar skuldbindingar Icesafe, er hreint út sagt ótrúlega lélegur málatilbúnaður.

   Fyrir mér eru stærstu fjárglæfrar eru stjórnendur peningamála hér á landi, þ.e.a.s. stjórnendur Seðalabankans, Ríkisfjármála, auk Fjármálaeftirlits. er hafa stýrt undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins, þjóðarbúinu í þrot.  Vitaskuld eru einstaklingar á þessum lista þínum, er kallast geta fjárglæframenn, og sem létu græðgina stjórna sér.

   Það sem vakti mest athygli mína í viðtalinu við Björgúlf, er hann var spurður hvort hann væri ekki einn af þessum óreiðumönnu er við ættum ekki að greiða fyrir.  Svarið var hann vissi ekki hvaða einstaklinga Davíð hefði í huga hvort það væru undirmenn hans í Seðlabankanu, eða stórnendur Ríkifjarmála.   Davíð ætti bara tala skýrt og nafngreina þessa menn, en ekki fara með dylgjur, og er ég því sammála.

haraldurhar, 13.11.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband