Það gleymdist að taka til heima

 

Ég ætla ekki að segja LOKSINS LOKSINS!  Húsráðendur  hafa margtuggið að nú sé lánið frá hverfasamtökunum rétt handan við hornið.  Öll orka hefur farið í að bíða eftir hjálp úr næsta húsi á meðan allt fer til andskotans heima fyrir.  Það gleymdist að taka til heima , sama fólkið sem kom öllu á annan endann situr við eldhúsborðið og drekkur kaffi.  Siðblindir ofdekraðir krakkar sem hafa verið gjörspilltir af eftirlæti væla út í horni og orga:  "hann gerði það, ekki ég".  Er ekki kominn tími til þess að einhver sópi þessu liði út og fari að taka til almennilega heima? 

Þessi hjálp úr næsta húsi er sennilega mesta niðurlæging Íslandssögunnar.  Nú kysstum við á vönd kúgarans. 


mbl.is Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband