En orðstír deyr aldregi

 

Að öðrum ólöstuðum er að mínu viti enginn núlifandi Íslendingur sem hefur lagt jafn mikla rækt við að bæta ímynd íslensku þjóðarinnar, tungunnar og landsins okkar á alþjóðlegum vettvangi eins og frú Vigdís. Og er enn að.  Ég vakti í nýlegri færslu á blogsíðunni minni athygli á þætti Jóns Ársæls, Sjálfstæðu fólki, um daginn með frú Vigdísi, góður þáttur þar hún samhliða því að lýsa miklum vonbrigðum yfir því komið er fyrir íslensku þjóðinni, stappar stálinu í landsmenn og leggur áherslu á það sem við eigum þrátt fyrir allt og er okkur mikilvægast. 

Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.

En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

                        (úr Hávamálum)


mbl.is Íslendingar verða að endurheimta virðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband