22.11.2008 | 10:46
Opinberun Hannesar
Í Morgunblađinu í gćr geysist Hannes H. Gizurar, rithöfundur og háskólakennari fram á ritvöllum í nokkrum vígaham. Ađ ţessu sinni er hann međ óstoliđ efni. Hann ber skjöld fyrir vin sinn og flokksbróđur, Davíđ H. Oddsson, rithöfund og spéfugl, ţann hinn sama og samdi smásöguna Opinberun Hannesar á sínum tíma, sem fjallađi ekki um Hannes H. sjálfan heldur Ödipusarduld fyrrverandi stjórnmálamanns.
Lýsingu á innihaldi sögunnar er hćgt ađ finna á netinu:
Handritiđ ađ Opinberun Hannesar er skrifađ af Hrafni Gunnlaugssyni eftir smásögu Davíđs Oddssonar, Glćpur skekur húsnćđisstofnun. Söguţráđurinn hefur augljósa pólitíska skírskotun og má túlka hana sem ádeilu á svifaseint og umfangsmikiđ ríkisvald. Ţví er lýst hvernig Hannes á í mesta basli í samskiptum viđ lögregluţjóna á lögreglustöđinni og fćr ekki ţá ađstođ veitta sem ađ hann ţarfnast, sökum of mikillar reglufestu í kerfinu. Gera má ráđ fyrir ađ hér sé ekki um eiginlega gagnrýni á starfsemi lögreglunnar ađ rćđa heldur sé lögregluembćttiđ tákngervingur allra annarra ríkisstofnana. Ţá vekur myndin upp áleitnar spurningar um eftirlit ríkisins međ fólki í landinu.
Menn hafa kannski tekiđ eftir ađ Hannes H. Gizurar hefur breytt nokkuđ um ritstíl, hinum laxneska stíl bregđur ekki fyrir lengur, en Hannes bregđur fyrir sig stíl sumir ţekkja bćđi úr bókinni Nokkrir dagar án Guđnýjar og einnig mörgum pólitískum ritgerđum fyrrnefnds Davíđs.
Í fyrrnefndri grein vegur Hannes á báđar hliđar međ sveđju sinni og er Jón Ásgeir Jóhanesson veginn međ annarri hendi međan forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson er veginn međ hinni en fóstbróđir hans, fyrrnefndur Davíđ, er honum til baks.
Hannes H. Gizurar ber ţannig blak af ţessum einkavini sínum, skjöldur hans er stór og mun hann fyrr sár liggja en fóstbróđir hans ţurfi ađ hörfa af vígvellinum. Er ekki meira af Hannesi ađ segja hér en hans verđur getiđ síđar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.