Úpps!, bara smámistök í útsendingu

Þetta mál hefur fengið slíka umfjöllun að það er engu líkara en borgarastyrjöld sé þegar skollin á (en hún er kannski ekki langt undan ef þessu heldur áfram).  Fyrir nokkrum mánuðum hefði þessi tiltekni atburður kannski þótt fréttnæmur en varla risastórt fjölmiðlamál. 

Þær aðstæður sem við búum við í dag eru hins vegar það eldfimar að það má ekkert út af bregða.  Kveikiþráðurinn er mjög stuttur, andrúmsloftið rafmagnað, það er eins og við búumst við stóra hvellinum hvenær sem er. Þolinmæði hins almenna borga er þrotin.  

Og kannski einmitt með hliðsjón af þessum sérkennilegu tímum sem við lifum á, þegar álagsþol almennings er komið niður fyrir frostmark hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir þá sem eiga að gæta þess að lög og reglur séu virtar -  að þeir komi fram af einlægni, heiðarleika og réttvísi gagnvart hinum almenna borgara landsins.  Það er lágmarkskrafa. 

 


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nákvæmlega!

Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband