Hvað heitir þessi stofnun?

Alþingi er löggjafarþing Íslands sem upphaflega var stofnað árið 930 á Þingvöllum þar sem það kom saman árlega fram til ársins 1799. Alþingi var endurreist í núverandi mynd í Reykjavík árið 1844. Á þinginu sitja fulltrúar þjóðarinnar, alþingismenn, sem eru kjörnir af henni í beinni og leynilegri kosningu. Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi og í samræmi við lögmál þingræðis bera ráðherrar ábyrgð gagnvart Alþingi og ríkisstjórnin verður að njóta fylgis eða hlutleysis meirihluta þingheims.

Alþingi kemur saman árlega á fyrsta degi októbermánaðar eða næsta virka degi eftir það og stendur til fyrsta dags októbermánaðar árið eftir ef kjörtímabilinu lýkur ekki í millitíðinni eða þing er rofið, kjörtímabilið er 4 ár. Kosingarétt til Alþingis hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri. Allir þeir sem hafa kosningarétt til þingsins og óflekkað mannorð eru kjörgengir til Alþingis. Þingið starfar í einni deild ólíkt löggjafarþingum margra annarra ríkja.

Reglulegur samkomustaður þingsins er í Reykjavík þar sem það hefur aðstöðu í Alþingishúsinu við Austurvöll og fleiri nálægum byggingum. Við sérstakar aðstæður getur Forseti Íslands skipað fyrir um að Alþingi komi saman annars staðar á landinu.    (Wikipedia).

Væri ekki alveg upplagt að þessi leikskóli, Austurvallarborg, sem þarna virðist hafa fengið tímabundið afdrep flytti sig eitthvað annað?    


mbl.is Enginn samhljómur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Hvernig væri Alþingi sem lúðrasveit?

Thee, 24.11.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband