Á þing sem fyrst

Margrét flutti mjög skelegga ræðu og skýra.  Ég held að hún hafi túlkað nákvæmlega það sem hið venjulega fólk er að ræða um alla daga.  Hún kom öllum atriðum frábærlega til skila og mættu margir þingmenn taka hana sér til fyrirmyndar.  Af hverju höfum við ekki fleira af fólki á borð við hana á Alþingi?


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Kannski höfum við fólk eins og Margréti á þingi.

Kannski fá Margrétur Alþingis ekki að spreyta sig vegna karllægra sjónarmiða. 

Kannski þarf að gera karlrembu-sjálfstæðisflokkinnvaldalausann til að Margrétur landsins njóti sín.

Kjósandi, 24.11.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hún var flott hún Margrét

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Páll Jónsson

Ég vann við að afgreiða í banka í nokkur sumur og mér er hreinlega misboðið. Hvers konar fyrirlitleg, hnýsin skrukka heimtar að aflétta allri bankaleynd? Það kemur hnýsnum nágrönnum andskotans ekkert við þó Jón eða Gunna eigi í vandræðum með að borga af kreditkortinu sínu.

Er svona óvirðing við einkalíf fólks virkilega samboðin okkur?  

Það er minnsta mál að aflétta bankaleynd í þeim tilvikum þegar verið er að rannsaka efnahagsbrot. Er það ekki nóg? Hvað er unnið með því að bankastarfsmenn megi gaspra um hagi hins og þessa ef þeim sýnist svo? 

Ég vona að ég sé að misskilja hana Margréti hrapalega hérna. 

Páll Jónsson, 25.11.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband