Manstu haustið 2008?

Haustið 2008 verður lengi í minnum haft á Íslandi.                              

Það var haustið þegar glæpurinn gegn íslensku þjóðinni var opinberaður.

Það var haustið þegar þeir sem voru meðvirkir í glæpnum - ríkisstjórnin, seðlabankastjórar og eftirlitsaðilar - sátu sem fastast og neituðu að yfirgefa stólana. 

Það var haustið þegar fólkið á Íslandi fór að finna verulega fyrir efnalegum þrengingum en ríkisstjórnin aðhafðist fátt, límdi lítinn plástur á svöðusárin.

Það var haustið sem fjárglæpamenn Íslands voru í útlöndum, komu í fjölmiðla og báru af sér allar sakir.

Við munum ekki gleyma þessu hausti, við munum segja börnum okkar frá þessum atburðum og þeirra barnabörnum. 

Þessi jól verða öðruvísi en jólin síðustu ár. 


mbl.is Frostköld jólastemning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband