Tjáningarfrelsi og háttvísi

Það mundi teljast til forréttinda víða á byggðu bóli að njóta tjáningarfrelsis á opinberum vettvangi og að geta haft áhrif á gang þjóðmála með því að kjósa fulltrúa sína til þess að stjórna landinu.  Við erum svo lánsöm að búa við þetta lýðræðislega skipulag og frelsi til tjáningar.

 

Varla í annan tíma á síðari árum hefur fólki verið svo heitt í hamsi á Íslandi.  Allir hafa miklar og sterkar skoðanir, mikil reiði hefur blossað upp og stundum virðist manni mannlífið hér vera á suðupunkti.  Mótmæli eins og við höfum séð á Austurvelli sýna vel samstöðu fólksins í landinu.  Fundurinn er ákveðinn farvegur fyrir skoðanir og vettvangur til að sýna samstöðu og vilja til breytinga. 

 

Aðalatriðið er þó að mótmælin fari friðsamlega fram.  Óspektir, múgæsingur, ögrandi orð og athafnir, eggjakast og ólæti er engum til sóma og dregur mótmælafundinn niður á plan þar sem honum var ekki ætlað að vera. 

 

Sýnum því samstöðu en jafnframt háttvísi.


mbl.is Lýðræðishreyfingin fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband