Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.11.2008 | 13:31
Ekkert vit, engin hemja
Í hausthefti Skírnis, tímariti hins íslenska bókmenntafélags, er snörp ádeila á stjórnvöld og útrásarvíkinga og ađra ţá sem ábyrgir eru fyrir efnahagshruninu á Íslandi eftir Ţorvald Gylfason, prófessor í hagfrćđi. Greinin nefnist: "Ćtlar linkindin aldrei ađ líđa hjá" og leyfi ég mér hér međ birta niđurlag hennar:
VII. Ekkert vit, engin hemja
Ţađ hefđi átt ađ blasa viđ hverjum heilvita manni, ađ umsvif útrásarvíkinganna og vina ţeirra í bönkunum og stjórnmálaheiminum náđu engri átt. Enginn atvinnurekstur stendur undir svo augljósri vitleysu. Tökum kvótakónginn, sem keypti sér ţyrlu, af ţví ađ honum hentađi ekki stundatafla áćtlunarflugsins milli lands og eyja. Tökum bankaeigandann, sem byggđi sér hús í Reykjavík međ skotheldum rúđum í gluggum og fullbúinni skurđstofu inni í íbúđinni. Tökum allt fólkiđ, sem keypti sér rándýr hús til ţess eins ađ sprengja ţau í loft upp og byggja enn dýrari hús á lóđunum. Tökum bankastjórana og starfsmenn ţeirra, sem tóku sér laun, sem stóđu bersýnilega í engu samhengi viđ vinnuframlag ţeirra, eins og kom á daginn. Tökum nýbyggingarnar í ţjóđgarđinum á Ţingvöllum, sem á ţó ađ heita friđlýst land. Ekkert af ţessu náđi nokkurri átt, og mćtti ţó hafa listann miklu lengri. Taumlaus grćđgin í bönkunum tók út yfir allan ţjófabálk. Eigendur bankanna röđuđu stjórnmálamönnum í kringum sig öđrum ţrćđi ađ ţví er virđist til ađ kaupa sér friđ. Illugi Gunnarsson ţingmađur Sjálfstćđisflokksins og fyrrum ađstođarmađur forsćtisráđherra sat til dćmis í stjórn sjóđa Glitnis ţar til bankinn hrundi. Hvađ var hann ađ gera ţar? Eigendur bankanna notuđu ţá til ađ lána sjálfum sér og fyrirtćkjum sínum til vafasamra fjárfestinga og fólu stjórnendum og starfsmönnum bankanna ađ ráđleggja viđskiptavinum ađ flytja sparifé af tryggđum innlánsreikningum yfir í ótryggđa sjóđi, sem voru hálffullir af verđlitlum eđa verđlausum pappírum eigendanna. Ţessi háttsemi bankanna varđar viđ lög og hefur rćnt mikinn fjölda sparifjáreigenda miklu fé. Ţađ ýtir undir gamla tortryggni, ađ ákćruvaldiđ skuli ekki hafa látiđ strax til skarar skríđa gegn bönkunum eftir hruniđ frekar en ađ bođa mörgum vikum síđar til veiklulegrar athugunar á ţví, hvort lög kunni kannski ađ hafa veriđ brotin. Silagangur ríkisstjórnarinnar síđan bankarnir hrundu vekur ekki heldur traust. Eina fćra leiđin til ađ endurreisa nauđsynlegt traust milli manna inn á viđ og álit Íslands út á viđ er ađ spúla dekkiđ. Stjórnmálastéttin hefur brugđizt, big time. Hún ţarf ađ draga sig möglunarlaust í hlé, víkja fyrir nýju fólki og veita ţví friđ til ađ leggja grunninn ađ endurreisn efnahagslífsins og réttarkerfisins međ góđra manna hjálp utan úr heimi.
Ekkert minna dugir.Góđar stundir.
23.11.2008 | 09:43
Botninn er suđur í Borgarfirđi
Í ţjóđsögum Jóns Árnasonar segir af Bakkabrćđrum:
"Á bć ţeim sem á Bakka heitir í Svarfađardal bjó bóndi einn fyrir löngu. Hann átti ţrjá sonu: Gísla, Eirík og Helga; voru ţeir orđlagđir fyrir heimsku og heimskupör ţeirra mjög í frásögur fćrđ ţó fćst ţeirra verđi hér talin."
"Ţá keyptu ţeir brćđur einu sinni stórkerald suđur í Borgarfirđi og slógu ţađ sundur svo ţađ vćri ţví hćgra í vöfunum ađ flytja ţađ.
Ţegar heim kom var keraldiđ sett saman og fariđ ađ safna í ţađ, en ţađ vildi leka. Fóru ţá brćđurnir ađ skođa hvađ til ţess kćmi. Segir svo einn ţeirra: "Gísli-Eiríkur-Helgi, ekki er kyn ţó keraldiđ leki, botninn er suđur í Borgarfirđi."
Ţađ versta er enn eftir," segir Oliver Blanchard í viđtali viđ ţýska blađiđ Finanz und Wirtschaft, og ţađ mun taka langan tíma ţar til ástandiđ verđur eđlilegt á ný."
Segir ţessi talnaspaki mađur og hefur vćntanlega rétt fyrir sér. Forsćtisráđherra Íslands hefur hins vegar margoft sagt í fjölmiđlum ađ botninum sé "vćntanlega" náđ. Ekki alveg trúverđugt. Sennilega mikill frostavetur framundan nćstu árin.
Botni kreppunnar ekki náđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2008 | 09:21
Myndskeiđ frá Austurvelli í gćr
Rćđa Katrínar Oddsdóttur, laganema, á mótmćlafundinum á Austurvelli í gćr hefur óneitanlega vakiđ mikla athygli. Ţađ mikla ađ dómsmálaráđherra, Björn Bjarnason, sér ástćđu til ađ fjalla sérstaklega um hana á blogsíđu sinni. Hann er ekki sérlega uppveđrađur - enda ekki von.
Ţar sem margir hafa ekki haft tćkifćri til ţess ađ sjá og hlusta set ég hér "vísi" á myndskeiđiđ:
http://www.visir.is/article/20081122/FRETTIR01/964086305
23.11.2008 | 06:34
Fallin međ 3,2
Ríkisstjórnin hefur ekki umbođ ţjóđarinnar skv. ţessari skođanakönnun. Sjálfstćđismenn eru samkvćmt venju flokkshollir og virđist ţurfa miklu meira en ţjóđargjaldţrot til ţess ađ hinn sanni sjálfstćđismađur víki frá venju sinni ađ styđja viđ bakiđ á sínu fólki.
Stuđningur viđ Samfylkinguna er í takt viđ ţađ sem heyra má í ţjóđfélaginu, óánćgjuraddir og krafa um ađ gengiđ verđi til kosninga til ţess ađ kanna hversu sterkt bakland flokkurinn hefur almennt í ţjóđfélaginu.
Ef ríkisstjórnin hefur ekki sómatilfinningu til ţess ađ taka ţessar tölur alvarlega hefur hún glatađ enn meira af trausti sínu. Ţađ er viđbúiđ ađ svör ráđamanna verđi á ţennan veg: "Ţetta er nú bara lítil skođanakönnun og ber ađ túlka hana sem slíka". Ríkisstjórnin hefur lifađ síđustu vikurnar í slíkri afneitun og sjálfsblekkingu.
Ríkisstjórnin mundi ekki tapa trúverđugleika viđ ađ mynda utanţingsstjórn hiđ bráđasta, bođa til kosninga sem gćtu ţess vegna fariđ fram í vor og kallađ eftir umbođi kjósenda. Ef einhvern tíma var nauđsynlegt ađ fá vinnufriđ og finna ađ ţjóđin getur orđiđ sátt viđ eitthvađ af ţví ríkisstjórninn er ađ gera, ţá er ţađ núna. Ţađ mundi vćntanlega flýta ađgerđum ríkisstjórnarinnar og alls ekki spilla vinnufriđi hennar nú ţótt gengiđ yrđi til kosninga í vor.
Ţađ er ekki rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ađ međ kosningum sé veriđ ađ skipta um áhöfn í miđri björgunarađgerđ. Í fyrsta lagi er björgunarađgerđin máttleysisleg og lítiđ annađ en langtíma ofurskuldsetning íslensku ţjóđarinnar. Í öđru lagi eru ađgerđir hennar til hjálpar íslenskum heimilum smánarleg og í rauninni ekkert annađ en plástur á međvitundarlítinn ţjóđarlíkama sem er ađ blćđa út. Ţađ ţarf bráđaađgerđ og ţađ stóra og strax.
31,6% stuđningur viđ stjórnina | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.11.2008 | 22:33
Syndir feđranna
Ţjóđverjar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.11.2008 | 19:44
Ajax - ţrýfur allt
Orđ á móti orđi. Hvađ sem segja má um ţessar lánveitingar ţá hefur Jón Ásgeir Jóhannesson glatađ öllum trúverđugleika. Hann getur sent frá sér tugi fréttatilkynninga og útskýringa en ţađ nćgir ekki til ţess ađ auka tiltrú á honum né fćra honum aftur ćruna. Ţví miđur, of seint, lestin er farin.
Jón Ásgeir: Ekkert óeđlilegt viđ afgreiđslu lánanna | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.11.2008 | 18:05
Ađ fara úr límingunum
Mótmćlin á Austuvelli í dag fóru ađ ţví mér virtist friđsamlega fram og var mćlst til ţess ađ slíkur háttur yrđi hafđur á áfram. Ţannig ná ţau tilgangi sínum. Múgćsing vegna tilviks sem ţessa virđist mér fremur endurspegla ţann mikla óróa sem er í ţjóđfélaginu og manni stendur óneitanlega nokkur ógn af.
Spennan í fólki magnast dag frá degi, ţađ má ekkert gerast, fólk fer úr límingunum út af öllu, kveikiţráđurinn styttist og styttist. Í ljósi ţess eru ţessi mótmćli viđ lögreglustöđina skiljanleg enda ţótt séu ekki til eftirbreytni né málstađnum til framdráttar.
Ef stjórnvöld fara ekki ađ gera eitthvađ róttćkt í málunum, annađ en líma plástur á svöđusár er hćtt viđ ađ hér fari ađ ríkja vargöld, ef ekki bara borgarastyrjöld. Ţađ er ţví eins gott fyrir landstjórnina ađ taka hlutunum alvarlega, váleg tíđindi eru fyrir dyrum ef ekki er ađhafst eitthvađ róttćkt og ţađ STRAX.
Mótmćli viđ lögreglustöđina | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.11.2008 | 16:48
Viđ látum ekki kúga okkur - myndskeiđ
Erum viđ ađ ná árangri? Ég held ţađ. Til ţess ađ koma skilabođum áleiđis til sem flestra ţurfum viđ ađ nota ţau tćki sem tiltćk eru. Margmiđlunarleiđin er ein ţeirra auk mótmćlafunda og skrifta. Hér er slóđin inn á myndskeiđiđ af mótmćlafundinum á Austurvelli í dag. Vćntanlega kann einhver snjall tölvumađur ađ koma myndinni inn á Youtube.com vefinn.
http://www.visir.is/article/20081122/FRETTIR01/964086305
22.11.2008 | 16:01
RÁĐAMENN: HORFA OG HLUSTA!
Ţessa frábćru rćđu Katrínar ćtti ađ festa á disk, senda til ráđamanna, Seđlabankans og ţingmanna og beina ţeim tilmćlum til ţeirra ađ ţeir horfi og hlusti, hafi ţeir ekki gert ţađ ţegar. Ţeim tíma vćri vel variđ.
Katrín talađi fyrir hönd íslensku ţjóđarinnar, ţađ er ekki hćgt ađ koma skilabođunum betur frá sér. Eigi hún ţökk og heiđur skiliđ fyrir.
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.11.2008 | 13:34
SAMFARAFLOKKURINN - nýtt stjórnmálaafl til framsóknar
Nýtt stjórnmálaafl er í burđarliđnum. Undirbúningur er ţegar hafinn og bjartsýni mikil á ađ flokkurinn fái sterkan vind í seglin ekki síst í ljósi ţess ađ kosningar kunna ađ verđa haldnar á nćsta ári og fólkiđ í landinu hefur kallađ eftir nýju afli.
Stjórnarsamstarfiđ er líka í uppnámi og allt er mögulegt og nú er ţví lag. Ţegar skođađar eru stefnuskrár flokkanna á Alţingi ţykir undirbúningsnefndinni ljóst ađ einhvers konar brćđingur af ţví besta úr Samfylkingunni og Sjálfstćđisflokknum sé ákjósanlegastur og vćnlegastur til ţess ađ leiđa til ávinnings í kosningum.
Fundiđ hefur veriđ nafn á flokkinn. Byrjađ var á brćđingi úr ţeim flokkum sem FARA međ stjórn landsins í dag: SAMfylkingin og SjálfstćđisFLOKKURINN. Ţarna FARA saman stćrstu stjórnmálaöflin og hugmyndin var ţví ađ safna ţví besta úr málefnaskrá ţessara flokka en henda hinu fyrir róđa.
Hugmyndir hafa vaknađ um slagorđ SAMFARAFLOKKSINS og eru hér nokkur slík:1. Stöndum saman
2. Ţađ mun ekki standa á okkur
3. Standiđ međ Samfaraflokknum
4. Samfaraflokkurinn kemur sterkur inn
5. Viđ erum opin fyrir samrćđum
6. Viđ viljum innlimun sem flestra í Samfaraflokkinn
7. Nýtum okkur samlegđaráhrif
8. Samfaraflokkurinn mun ekki liggja á liđi sínu
9. Viđ viljum nýjar og breyttar ađferđir
10.Viđ viljum reisn og rétt hugarfar
Til ţess ađ fyrirbyggja allan misskilning hefur nafn flokksins ekkert međ kynferđismál ađ gera enda ţótt svo kunni ađ virđast í fyrstu. Samfaraflokkurinn er ný hreyfing sem hefur ađeins eitt markmiđ: Ađ standa sig.
Áfallastjórnuninni lokiđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |