Það brennur! Það brennur!

Ríkisstjórnin og Seðlabankinn  var á vakt meðan kveikt var í húsinu en kennir því nú um að óvarlega hafi verið farið með eld– óráðsíumenn hafi verið að valsa um á fylleríi- og þess vegna hafi kviknað í. Svo hafi líka verið mikið hvassviðri af hafi, og því hafi farið sem fór.  Þessir sömu menn sem sváfu á verðinum meðan húsið brann eru nú að leita í brunarústunum eins og villidýr  og eru að reyna að harka út lán til þess að byggja upp á nýtt.

 

Ríkisstjórnin og formaður bankaráðs Seðlabankans syngur nú í sama kór og fjárglæframennirnir:  “Vorkennið mér, ég gerði ekki neitt, ekki fara á nornaveiðar, ekki persónugera hlutina, ekki leita að sökudólgum, við munum axla ábyrgð, við sögðum ykkur þetta, við vissum þetta allt saman fyrir, þið verðið að standa saman”.                

 

Hvar í víðri veröld fá brennuvargar að stjórna slökkvistarfi nema á Íslandi?  Brennuvargarnir eru  enn við stjórnvölinn.  Hinir – fjárglæframennirnir - eru í viðtölum í fjölmiðlum þar sem þeir eru að reyna að kría fram vorkunn hjá löndum sínum. Aðrir fjárglæframenn eru í felum í Noregi, Englandi eða annars staðar, sitja í sínum koníaksstofum og telja illa fengið fé meðan landinn er uggandi um hvort hann haldi vinnunni, ef hann hefur ekki misst hana þegar.  Fólkið í landinu hefur á þessum mönnum hina mestu andstyggð.      

 

Það eru þessir aðilar sem bera ábyrgð á því að Íslendingar sem ávallt hafa verið stoltir af uppruna sínum og þjóðerni sínu bera nú kvíðboga fyrir að upplýsa um þjóðerni sitt á erlendri grundu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband