Hannes og hryðjuverkabandalagið

Út er komin hjá forlaginu Grúppan spennubókin Hannes og hryðjuverkabandalagið eftir metsöluhöfundinn Pálma Ásgeir Smárason.  Þetta er þriðja bók höfundar og gerist á Íslandi og á Cayman eyjum.  Í bókinni segir frá Hannesi og félögum hans og því hvernig þeim tekst með nýrri aðferð, hringrásarfjármálaaðferðinni, að flytja digra sjóði frá bönkum og almenningi á Íslandi yfir í eigin vasa og í hyrslur á suðrænum eyjum.  Á meðan þeir félagar kafsigla heilu þjóðfélagi sofa varðmennirnir, sem áttu að gæta hinna digru sjóða.  Bókin er í senn dulúðug og á köflum magnþrungin. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband