Virðing og vanhæfni

Í góðri grein í Morgunblaðinu í dag fjallar Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics um að setja hagsmuni þjóðarinnar fremst og segir meðal annars:  "Til að Seðlabankinn geti sinnt hlutverki sínu er nauðsynlegt að hann njóti trausts almennings og stjórnvalda í landinu". 

Annars staðar segir:  "Það tíðkast hvergi meðal vestrænna þjóða að stjórnmálamenn séu valdir seðlabankastjórar. Þvert á móti, það þætti hin mesta fásinna að skipa fyrrverandi forsætisráðherra sem seðlabankastjóra - - "

Hvernig á Seðlabankinn sem gjörsamlega er rúinn trausti almennings og trúlega stjórnvalda, að minnsta kosti margra ráðamanna innan stjórnarinnar, að hafa fullkomna stjórn á því hvernig fjármagninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) verður varið? 

Einstaklingum sem ekki hafa kunnað að fara með fé og komnir eru í greiðsluþrot eru ekki afhentir peningar, þeim fá svokallaðan fjárhaldsmann.  Sá aðili sér um fjármálin og kemur skikk á þau eftir bestu getu.  Honum er falið þetta hlutverk vegna þess að honum er treyst en hinum óráðvanda ekki. 

Íslenskur almenningur og margir stjórnarliðar treysta ekki Seðlabankanum og allra síst bankastjóra Seðlabankans.  Það er beinlínis vanvirðing við landsmenn að sú stofnun með þann mann við stjórn fái að hlutast til um hvernig fé sem ætlað er til að rétta við þjóðarskútuna er varið.  Engum blandast hugur um að bankastjórn Seðlabankans átti drjúgan þátt í því að það fór sem fór. 


mbl.is Seðlabankinn stjórnar ráðstöfun IMF lánsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband