Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hnignun íslenskrar menningar

 

Ég lauk nýlega við lestur bókarinnar Útlaginn eftir Jón Gnarr. Ég var, eins og væntanlega margir fleiri, að vonast til þess að í bókinni væri einhver húmor eða eitthvað skemmtilegt. Það reyndist ekki vera. Ég þjösnaðist þó áfram, var mjög oft kominn á tæpasta vað með að hætta lestrinum en hélt þó í vonina lengi vel. Skemmst er frá því að segja að það er enginn húmor í bókinni. Hið eina sem átt hefur að vera fyndið, er annars vegar þegar höfundurinn hæðist að fólki sem hefur orðið undir í lífsbaráttunni, vistmönnum í Arnarholti á Kjalarnesi, þar sem Jón „vann“ á milli þess sem hann reykti, drakk, dópaði og flekaði konur. Hins vegar fer hann lítillækkandi orðum um verksmiðjufólk og aðra þá sem vinna erfiðisstörf, störf sem honum sjálfum stóð til boða en þóknaðist ekki að gegna. Frekar kaus hann að vera á bótum og flækjast um í tilgangsleysi. Honum virðist þannig bæði hafa verið um megn að vinna mannsæmandi störf og stunda nám. Ritmál bókarinnar er vægast sagt flatneskjulegt. Umfjöllunarefnið er að stórum hluta til kynfæri karla og kvenna, kynlíf, sukklíf og pönkhljómsveit sem fáir hafa heyrt minnst á.  Að láta sér til hugar koma að þessi maður eigi erindi á Bessastaði hlýtur að vera lélegur brandari, en ef ekki þá hlýtur illa að vera komið fyrir íslenskri menningu, kannski upphafið að alvarlegri hnignun hennar.


mbl.is Jón Gnarr er „til alls vís“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiji

Við fórum til Fiji-eyja í eina viku frá 3.-10. október. Við dvöldum fyrst á Shangri-La hóteli í 4 daga og síðan á Hilton hóteli í 3 daga. Veðrið lék við okkur, sól og blíða allan tímann, hiti um 30°C. 

Eyjaskekkjar eru með dæmigert Suðurkyrrahafs útlit en margir aðeins blandaðir af Indverjum. Fólk almennt mjög glaðlegt og brosmilt. Heilsar með kveðjunni "bula" og er sífellt að þakka fyrir með kveðjunni "vinaka".  Allur almenningur snyrtilegur þrátt fyrir að fátækt blasi við innan um glæsivillur Ástrala og Ný-Sjálendinga. Karlmenn ganga flestir í pilsum. Mikill fjöldi eyjaskeggja hefur atvinnu tengd ferðamannaiðnaði en kaupið er lágt, oft 300-400 kr. á tímann. Þeir sem hafa vinnu telja sig þó heppna því atvinnuleysi er mikið. Þrátt fyrir það og fátæktina mun glæpatíðni vera lág á Fiji. Við fórum til dæmis inn í bæinn Nadi og sáum ekki marga hvíta menn en fundum ekki fyrir neinu óöryggi. Í Nadi skoðuðum við stærsta Hindúahof á Suður-Kyrrahafseyjum.

Við fórum í bátsferð uppeftir ánni Sigatoga einn daginn. Í hópnum voru um 20 manns og það mun tíðkast að aldursforseti fari fyrir hópnum og kallast hann "Chief". Það kom í minn hlut í þessum hópi. Við heimsóttum eitt af mörgum þorpum sem eru við ána. Þar búa um 250 manns, fólk sem vinnur við landbúnað og eru kjörin greinilega mjög kröpp, húsakostur fátæklegur og allur aðbúnaður fremur dapur. Heimsóknin hófst á því að við tókum þátt í eins konar trúarathöfn í kirkju þorpsins. Eyjaskeggjar kyrjuðu einhvers konar bænir á sínu tungumáli.  Okkur var boðið að drekka "kIMG_0279IMG_0318ava" sem er drykkur sem innfæddir gæða sér á oftlega. Drykkurinn hefur einhver slævandi áhrif.  Allavega fannst mér ég vera eitthvað þungur í höfðinu um kvöldið. Okkur var boðið í mat í samkomuhúsi þorpsbúa. Maður snæðir matinn sitjandi á gólfinu. Eftir máltíðina var boðið upp í dans undir söng og hljóðfæraslætti þorpsbúa sem gæddu sér á "kava".  Þetta var lærdómsríkur og skemmtilegur dagur.

 

Þessi vika leið reyndar alltof fljótt en við komum "heim" brún á hörund og vel nærð á sál og líkama.

 australia-and-oceania-mapfiji-mapIMG_0309[1]  

IMG_0325IMG_0332IMG_0368


Að búa í Christchurch

Við búum í tiltölulega nýlegu húsi ekki langt frá miðbænum. Einangrunin í húsinu er allgóð miðað. Það þarf þó að kynda sæmilega til þess að halda sæmilegu hitastigi innivið. Hús eru hér hituð með svokölluðum hitapumpum, rafdrifnum lofthiturum en einnig rafopnum. Mörg hús eru með kamínu sem menn nota á kvöldin til að halda hita í hýbýlum sínum. Hér er kveikt á rafmagnsteppi í hjónarúminu rétt fyrir háttir. Svo sofa menn bara í föðurlandi og ullarbol. 

 

Í jarðskjálftunum sem urðu hér 2010-2011 varð gríðarleg eyðilegging á húsnæði, leiðslum, götum og fleiru. Það er þó smáræði þegar haft er í huga að 180 manns týndu lífi í þessum náttúruhamförum. Mörg hærri hús hrundu til grunna sem og kirkjur og skólar. Mikil uppbygging hefur verið í gangi, hér spretta hús upp og byggingakranar eru út um allt. Göturnar eru holóttar og með miklum sprunguviðgerðum þannig að akstur verður eins og á íslenskum malarvegi á stundum.  Stýrið er vinstra megin og það er óneitanalega dálítið skondið að keyra vinstra megin, en það venst bara allvel.

Krakkarnir byrjuðu í sínum skólum í morgun.  Jóhanna Vigdís er í 10. bekk en Baldvin Fannar er í 11. bekk. Tónlistarnámið fer fram í skólanum sjálfum. JVG i skolabuning 20072015

BFG i skolabuning 20072015


Christchurch

Við komum hingað til Christchurch fyrir tveimur vikum. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett inn neina færslu er sú að það hefur tekið dágóðan tíma að fá internetið. Það kom í hús fyrir 2 dögum. Eins og nærri má geta var þessi viðburður mikið fagnaðarefni fyrir unglingana á heimilinu.Þau eru með sína iPada og nota þá allmikið, mest þó í tenglum við námið en einnig til annars.

Það kom í ljós strax eftir komu okkar hingað að skólaleyfi hófst fyrir viku og byrjar aftur eftir viku. Þau hafa því haft góðan tíma til þess að dunda sér við ýmislegt annað en nám, hafa æft sig á sín hljóðfæri og verið eitthvað að vinna að verkefnum (sjónvarpið hefur þó verið oft það sem hefur verið í 1. sæti). Þau eru búin að fá meirihlutann af sínum skólabúningum sem eru bara mjög fallegir og klæðilegir. Ég á eftir að setja inn myndir af þeim klæddum í þessi herlegheit.

Við keyptum notað píanó fyrir Baldvin sem er bara alveg brúklegt en á eftir að stilla. Við lifum annars bara rólegheitalífi, erum mest heimavið en förum á okkar 13 ára gamla bíl um borgina sem við erum aðeins farin að rata um enda þótt við notumst mikið við leiðsögukerfi í símunum okkar. 

Hér er miður vetur, allkalt í veðri, frost margar nætur og mikill raki. Þvottur þornar illa og í morgun þurftum við að skafa léttan snjó af bílrúðum. Vorið kemur í september og er fram í nóvember en þá er von á sumrinu sem er víst bara allheitt oft á tíðum. Auðvitað hlökkum við til þess. 

En hér "down-under" eru allir frískir og kátir. Meira um hagi okkar á næstu dögum. Ég ætla að reyna að setja inn einhverjar myndir líka.  


Balí kvatt í bili

Þetta er síðasti dagurinn okkar, í bili, á Balí.  Við höfum notið þessara daga mjög vel. Setið í sólinni, farið í göngutúra um nánasta umhverfi og borðað góðan mat. Við fórum í vatnagarðinn Waterbom í gær en skv. auglýsingum (verður maður ekki að trúa þeim ef ekki annað kemur fram) er hann sá besti í Asíu og 5. í röðinni á heimsvísu. Allavega er þetta stórskemmtilegur garður og krakkarnir sem eru ekki eru nýgræðingar á þessu sviði voru mjög ánægð og ætla að fara aftur í dag og nota síðustu klukkustundirnar áður en við förum héðan (í bili, skal endurtekið). Ekki fæ ég nóg af því að greina frá alúðleika innfæddra, kurteisi þeirra og jákvæðni. Þeir eru síbrosandi, yfirvegaðir og það geislar af þeim.  En nóg um það, í kvöld förum við sem sé til Melbourne, stutt stopp áður en við fljúgum til Christchurch á Nýja-Sjálandi. Hér eru svo nokkrar myndir. Waterbom 6Waterbom 5Waterbom 4IMG_0229IMG_0225IMG_0219


Balí

Við komum til Balí, eyjar í Indónesíu, í gær. Hér er heitt, hitastig uppundir 30°C og rakt. Mannlíf mjög fjölbreytt en það sem er einkennandi er brosmilt fólk og innilegt, mjög gestrisið og glatt. Verðlag er mjög hagstætt, kók í dós kostar aðeins 10.000 rúpíur (ÍKR 100. Við búum á hótelinu Paradiso Kuta sem ber alveg nafn með rentu. Við verðum hér í nokkra daga áður en við förum til Melbourne á leið okkar til Nýja Sjálands.  


Singapore

Singapore er borgríki, sjálfstætt ríki sem virðist innan Malasíu. Singapore varð sjálfstætt ríki 1965 eftir að hafa tilheyrt Malasíu en þar á undan Bretum. Hér búa um 5,5 milljónir manna á litlu landsvæði. Byggingar eru háar og þétt byggðar. Hér er ferðamanniðnaður mikill og velmegun mikil. Hér búa asíumenn í bland við Indverja og lifa þeir að því er virðist í góðu samneyti. Hér er mikið af alls kyns verslunum, veitingastöðum og svo er hér stórt svæði undirlagt af vatnagörðum, Madame Tussaud safni fleiru skemmtilegu. 

Á morgun förum við til Balí, eyjar í Indónesíu, þar sem við verðum í nokkra daga. Meira um það næstu daga.


Nokkrar myndir frá Singapore

IMG_0074IMG_0099IMG_0095IMG_0116


Ferðalag til Andfætlingalands

Góðan dag gott fólk!

Þegar Englendingar hófu innreið sína í Nýja Sjáland um miðja 19. öld var það fyrst og fremst skortur á jarðnæði og sögusagnir um að gull fyndist í jörðu sem rak þá landsins. Margir höfðu erindi sem erfiði, aðrir ekki. 

Það var hins vegar ekki gullæði sem olli því að við, fjölskyldan í Reynihlíð, ákváðum að leggja land undir fót og flytja tímabundið til Nýja Sjálands. Það var fyrst og fremst löngun til þess að ferðast og áhugi á að kynnast menningu og háttum annarra þjóða.  

Krakkarnir, Baldvin Fannar sem er 15 ára og Jóhanna Vigdís 14 ára munu brátt hefja framhaldsskólanám og því nær sem dregur tvítugu verður erfiðara að rífa þau úr skóla. Þeim finnst þessi ævintýramennska auðvitað alveg stórskemmtileg og hafa alltaf tekið áætlun okkar vel. Við Bryndís fengum bæði atvinnuleyfi á Nýja Sjálandi.  Ég verð að vinna á Pegasus klíník í Christchurch, en þetta er eins konar slysadeild opin 24 tíma á sólarhring og sinnir skjólstæðingum á svipaðan hátt og Slysadeildin gerir heima.  Bryndís er ekki ákveðin hvað hún gerir en langar til að fá sér að minnsta kosti hlutastarf. Krakkarnir verða í efstu bekkjum grunnskóla og þau munu halda áfram sínu tónlistarnámi. 

Við flugum frá Lundúnum 16. júní til Singapore með Singapore Airlines, ég nefni flugfélagið sérstaklega því það er mikil og ánægjuleg lífsreynsla að fljúga með þessu frábæra flugfélagi. Segi kannski nánar frá því seinna. Borgríkið Singapore er mjög skemmtilegur og áhugaverður staður fyrir margra hluta sakir. IMG_0080


Ferðin til andfætlingalands

Kæra fjölskylda og vinir,

Ég hef ekki bloggað í 4-5 ár þannig að ég verð að prófa með þessari færslu.IMG_0050


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband